Leita í fréttum mbl.is

Sundlaugar og sólarsamba

Eins og áður hefur verið getið þá er ekki mikið um sundlaugar hér í Færeyjum. Og þær sem eru, eru ekki uppfullar af heitu og notalegu vatni, hvað þá að hér geti maður valið um heita potta, eftir hitaþörf hvers og eins. Ó nei, hér kostar að hita upp vatnið eins og var heima á síðustu öld, það muna þeir sem eru eldri en tvævetra og muna eftir því þegar farið var í bað einu sinni í viku eða svo. Nú með sundlaugarnar. Við JJ ætlum að leggjast í leiðangur um eyjarnar næstu daga og finna og prófa þær laugar sem til eru á klasanum og veita upplýsingar um þær og gefa einkunn. Þess má geta að við höfum eingöngu farið í sundlaugina í Þórshöfn og þar í hverjum búningsklefa fyrir sig er stærðar gufubað þar sem fólk fer í eftir sund og nær upp hita og þurrkar sér eftir sundið. Nokkuð sniðugt.

Nú auðvitað erum við íslendingarinir komnir með pott í garðinn. Takið eftir ég sagði ekki heitan pott í garðinn, heldur pott. Finnur keypti sér fyrir þó nokkru plastsundlaug á útsölu og ákávðum við að ráðast í að setja hana upp s.l. sunnudag þar sem veðrið var með þvílíkum eindæmum. Sól og steikjandi hiti. Hafist var handa að velja staðinn, mæla út og svo sópa vel undir. Það er semsagt malbikaður garðurinn hjá syni mínum. Já, já, ég veit, draumur margra karlmanna en nálgast guðlast hjá mörgum konum. Hvað um það, þetta hentar vel hérna og rammlega gyrt í kring með hárri netagirðingu. Hér var dagmamma áður fyrr. Aftur að sundlaug okkar íslendinga. Hún er 3,6 m og tekur 5600 lítr. af vatni. Hreinsidælubúnaður fylgir og yfirbreiðsla og hún er blá. (vonandi fer ég að læra það að setja myndir inn fljótlega og þá munu herlegheitin sjást.) Við hófumst handa um kl. 11.00. kl. 14.00 var komið nokkra cm djúpt vatn í pottinn og þannig rjátlaði vatnið í pottinn fram eftir degi, þannig að seinnipart var hægt að fara ofan í og sulla aðeins. En það tók heila 10 klst. að fylla laugina og var því komið kvöld þegar hún varð loksins full og dælubúnaðurinn kominn á sinn stað. En sullað gátum við aðeins í sólinni og sopið hveljur, því ískalt var vatnið sem fór í.

En við erum jú íslendingar og sólin hefur leikið við okkur síðan um helgi. Við JJ höfum farið í laugina á hverjum degi, sullað aðeins og látið okkur hafa það að fara í kaf. En kalt er það. Sólin ein sér um að hita upp vatnið, sem er ryðrautt á lit. Leiðslurnar hérna eru orðnar frekar lélegar og þarf að skipta þeim út. (það bíður eftir Finnboga verkstjóra eins og svo margt annað).

Spurst hefur út um laugin, því tveir guttar komu til Finns og spurðu hann hvort að þeir mættu fara í laugin og var leyfið veitt með því skilyrði að hann eða ég, fullorðnir, værum á staðnum og fylgdumst með. Þeir stóðu við það og biðu lengi vel eftir að við gátum gefið okkur tíma, því að við vorum að moka þá útúr gámnum og leita að grindunum í grillið góða.

Niðurlag þessa pistils er því að það þýðir ekkert að gráta heitu pottana heima á íslandi og sundlauganna allra eða drolli í sturtum, heldur bjarga sér.

Eins og máltækið segir: Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst.    Það segir tengdamamma amk og hún veis sko hvað hún syngur.

Guð blessi ykkur öll nær og fjær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ahahahahahahahahahahahahahahahahahah, ég dó næstum úr hlátri, ryðrautt ískallt vatn.  hahahahahahahahahahaaaaaaaaaahahahahahahahahah, æðislegt að heyra svona fréttir af ykkur, það ætti að vera skylda að allir blogguðu!!

alva (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:17

2 identicon

Sæl elskurnar. Hvernig gengur að þvo ljósa þvottinn? Þið eruð auðvitað öll orðin brún og hraustleg úr pottbaðinu,þarf enga sólarbrúnku! Það er mjög hressandi að fá fréttir frá ykkur elskurnar. Hér er allt svipað,golfið tekur tíma þessa vikuna,meistaramótin á fullu. Yngri flokkarnir eru búnir,Ágúst var í 2. sæti í sínum flokki, Steinn Freyr í 4.sæti,mjög gott hjá báðum. Birgir Björn var í 2.sæti og Pétur í 3 hjá sínum klúbb svo þeir stóðu sig mjög vel líka.Ég byrja í dag og spila í 3.daga,vona bara að veðrið haldist gott áfram. Magnús og fjölsk. voru að fara af stað til Bolungarvíkur á ættarmót áðan og verða fram yfir helgi.Kær kveðja koss og knús,

Mamma amma langamma (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Já það þarf engar ljósaperur né brúnkukrem þegar maður hefur aðgang að svo fínni laug. Þú gefur afkomendum þínum ekkert eftir í golfinu vonandi og stendur undir nafni sem ættmóður og rúllar upp mótinu. Gangi þér vel.

Knús og kossar frá prinsessunum úr sólinni. p.s. Við Emma erum búnar að vera einar heima í allan dag og sóla okkur. Er á leiðinni til Zarepta, það var hringt og vantar fólk, verð það sem eftir lifir dags og líklega fram yfir hádegi á morgun.

Sólveig Birgisdóttir, 10.7.2008 kl. 14:43

4 identicon

OMG skemmtilget blogg, :-) bara til að kvelja þig aðeins kæra systir,,, við Björgvin fórum í nýju Hreyfingu í glæsibæ og vorum í rúmlega tvo tíma að sulla í pottunum og í gufu í dag hehe frekar dásamlegt ,,, en kemst ekki í hálfkvist við Laugar-baðstofuna sem er lang flottasta stöðin í skandinavíu . ég veit að núna er ég að nudda salti í sárin ummmm hehe já hvað ertu að gera í færeyjum kona ,,, jæja ég er smá saman að sætta mig við þetta, Björgvin biður að heilsa knúsar og kossar og sakna þín MIKIÐ meira mest .

Laufey systir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg færsla Sólveig, alltaf gaman að lesa skrifin þín

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:51

6 identicon

Sæl og blessuð Solla mín, ég var að frétta af blogginu þínu hitti Finnboga inná velli, það er verið kveðja Formanninn núna og sá nýji að taka við, hann er ekki kominn heim ennþá, það hefur verið eitthvað gott að borða..... gaman að geta lesið um þetta nýja líf ykkar þarna, þetta er greinilega svolítið öðruvísi en hér en ég veit að þér finnst það ekki leiðinlegt.kærar kveðjur til ykkar allra Sædís

Sædís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:50

7 identicon

Alltaf gaman að fá fréttir af þér og þínum Solla mín  - Vissi ekki að þú værir svona frábær penni! En það kemur mér svosem ekki á óvart þegar þú ert annarsvegar!

Karl Ágúst (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:28

8 identicon

Sæl Solla mín og fjölskylda í Færeyjum
þið hafið það greinilega mjög gott þarna og njótið lífsins í botn, eins og maður á að gera þegar tækifæri gefst, sérstaklega þegar ömmubörnin eiga í hlut. ég reyni allavega að misbjóða mínum, þeim sem ég næ til, þessa fáu daga sem ég er heima. :-) Birta er orðin frekar leið á mér og Petra er ótrúlega oft upptekin með vinkonum sínum :-(  en ég tek þetta bara út á Hinna jr. þegar ég næ til hans eftir Króatíuferðina. Ég á einhverstaðar bloggsíðu og sendi þér slóðina síðar, man hana einfaldlega ekki og það er sko ekki vegna "elli" don't you dear !!!
Knús og kossar til ykkar allra XXXX
Flaug þarna yfir í blíðskaparveðri um daginn og reyndi að vinka en fékk engin viðbrögð..............

HelgaMagg frænka (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:01

9 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Hæ hæ, sástu okkur ekki að striplast á ströndinni. Við veifuðum þvílíkt.

Knús og kossar til ykkar allra. Sakna ykkar - er með tilbúin gestarúm (sængur á færeysku) þegar þú kemur sem eftirlitsdómari.

Sólveig Birgisdóttir, 22.7.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband