Leita í fréttum mbl.is

Bollur, súkklaðiálegg og gámurinn

Jæja elskurnar mínar, þið sem voruð orðin úrkula vonar um að heyra frá mér meira eða voruð orðin áhyggjufull um að ég væri sest að í sumarbúðunum getið andað léttar. Ég er komin heim, full gleði og þreytu eftir dvölina í Zarepta.

Bollur, bollur, bollur.... Fyrsta daginn minn á Zarepta var ég í því að taka á móti bollum, skyldi ekkert í þessum bollu mokstri, fólk kom inn að baka til, brosandi út að eyrum og rétti mér poka fulla af bollum. Ekki það að það væri bolludagur hér í Færeyjum, veit reyndar ekki enn hvort að þeir séu með bolludag yfir höfuð hér, en bollur steymdu inn. Ég frétti svo hjá Finni að það hefði spurst út að það væri bollulaust á Zarepta og ný lega (vikudvöl) að hefjast. Þá fór af stað bylgja af sms, hringinum og email sendingum til allra kvenna og karla sem baka bollur (það gera reyndar allir í Færeyjum) og það semsagt skilaði sér, því inn streymdu bollurnar. Hér í Færeyjum leggur þú ekki kaffibrauð á borð nema þar séu meðtaldar heimabakaðar bollur, hvítar n.b. því þeir sem reyna að setja einhverja hollustu í sínar, fengum nokkrar þannig, fá ekki háa einkunn. Þeir eru hreinlega ekki borðaðar og þýðir ekki að leggja á borð, amk. ekki á Zarepta sögðu þær mér í eldhúsinu. 

En starfið hér á Zarepta er alveg meiriháttar og var frábært að fylgjast með krökkunum hérna, reyndar var ég í eldhúsinu frá kl. 08.00 - 23.30 alla daga, fengum einn til tvo tíma í pásu yfir daginn og þá var hann nýttur eftir þörfum. Jóhann Júlíus fílaði sig mjög vel og vissi ég varla af honum. Eina sem ég hafði áhyggjur af var maturinn. Kom mér sífellt á óvart.... Hafragrautur á morgnana, nema hvað, brauð og te. Brauðið var rúgbrauð (eins og maltbrauðið heima) og svo heitar bollur eða fransbrauð....og hvað vildu börnin, nú auðvitað heitt og mjúkt fransbrauð frekar en rúgbrauðið eða heitar bollur og sultu ofaná, minnti mig á afa Magnús, hann hefði fílað að vera hér í fæði og svo var það súkkulaði áleggið, bæði í þunnum plötum og svo heimagert súkkulaði smjör. Þá gekk nú alveg fram af mér. Smjör, kaksó og flórsykur hrært saman, þetta ofaná heitar bollur.... og reyna svo að bjóða þeim eitthvað hollara með, gleymdu því. Ég var eitthvað að reyna að koma því að að hafa bara rúgbrauð einn morgun, en þær sýndu mér það svart á hvítu að börnin borðuðu nánast ekkert annað en þetta, auðvitað ekki ef það var á borðinu..... Jæja, ég var þarna aðkomandi til þjónustu en ekki til að umpóla eldhúsinu, en mikið sem mig klæjaði í fingurnar og munninn. 

Þessar sumarbúðir eru reknar á sjálfboðavinnu fólks og gjöfum, það fann ég vel fyrir þarna og það af hversu mikilli umhyggju fyrir að allt væri í lagi og að nóg væri að bíta og brenna, snerti við hjarta mínu þegar ég fór að átta mig á þessu öllu saman. Þarna kom að fólk og matur í stórum stíl, bollurnar voru bara upphafið, einstaklingur fara út í búð og kaupa inn, brauð, álegg eða bara hvað sem er, í stórum stíl og láta senda til Zarepta. Ungar stúlkur komu færandi hendi með heimabakaðar skúffukökur á kvöldin, því þær vissu hvað féll í kramið með kvöldkaffinu. Einn sjálfboðaliðinn sem var þarna þá vikuna sem ég var, var í því að keyra um eyjarnar og taka saman matargjafir og koma með þeir, þetta er stórt net sem hefur verið staðfast og stækkað s.l. 40 ár og þeir sem dvöldu hér sem börn leggja ekki síst á sig hvort sem er vinna eða sendingar. Ég upplifði það þannig að það hefðu nánast allir Færeyjingar dvalið meira og minna, hvort sem börn eða í fjölskyldudvölunum. Því hér eru líka fjölskylduvikur. Þá koma hjónin með börnin sín og dvelja í viku. Við JJ vorum síðasta sumar með Finni og fam. í eina viku. Vakin á morgnana eins og börnin með harmonikku spili og söng starfsmanna.

Þessu viku sem vorum núna við JJ kynntist ég alveg frábæru fólki og skemmtilegu. Þarna voru tvær Katrínar og einn Pétur sem voru svona í forsvari fyrir matargerðinni (stjórar) eins og þau kölluðu hvort annað. "Hver er stjórinn yfir hafragrautnum" var spurt. "Ta er jeg" hvein þá í 19 ára Pétri. Svo voru nokkrar konur þarna líka ásamt mér, dvöldu reyndar mislengi, en við Ruth, Lis og Margit dvöldum allan tímann. Karen hin danska var svo yfir krökkunum sem voru að uppvarta í matsalnum sjálfum. Læknisfrú harðfullorðin, dönsk, alvarleg doltið, en var alltaf að, allt í rólegheitunum og vildi hafa hlutina huggulega. Svo voru hjónin Ólafur og Kristin yfir uppvaskinu. Hann fyrrum pólitíkus, sjómannasambandsmaður og skrifar æviminningar og afmæliságrip. Mikill vinur Óskars heitins sem var fyrir sjómannasambandinu heima og Hafnfirðings.

Allir höfðu mikla skemmtun af því að kenna mér færeysku, með ýmsum hreimum, ekki sama hvort maður kemur úr eyjunum eða vestra, hvað þá suðureyjum. Sem Vogeyjarbúi þá segir maður Neeí og fer upp á síðasta staf nú Klakksvíkingarnir, sem voru í meirihluta þarna, segja Noj og fara sko ekki upp. Svo voru það öll áhöldin. maður síður matinn í grýtu (potti), pissar í pott (koppur) drekkur kaffi úr koppi (bolla) ber hafragrautinn fram í bolla (skál) svo fer maður inní kamarið (herbergið) leggur sig í sængina (rúmið) breiðir yfir sig dýnuna (sængina) þetta vakti mikla kátínu og í lok vikunnar voru allir í eldhúsinu farnir að leggja sig ofaná dýnuna og undir sængina.

Eitt óhapp þ.e. hjá okkur JJ, átti sér stað á miðvikudeginum, hann var úti á hoppudýnunni og lenti illa ofaná hægri fæti utan við dýnuna. Við vorum mest hrædd um að hann hefði ristarbrotnað og kom Finnur og fór með okkur á slysó í Þórshöfn. Við vorum rétt komin með Færeysku kennitöluna sem betur fer. Jæja, nema hvað að þarna komum við um kl. 21.00 og á móti okkur tók danskur læknir, sem betur fer var Finnur með okkur og túlkaði. Nú drengurinn var sendur í röntgen og þar tók á móti okkur stúlka, nema hvað, myndaði hann í bak og fyrir og dreif sig svo aftur heim. Þarna er ekki mikið um að vera og því er fólk á bakvöktum og kallað til þegar á þarf að halda. Finnur fór og keypti fyrir okkur súkkulaði. kaffi og kakómjólk til að við hefðum eitthvað að bíta og brenna á meðan við biðum eftir öllu því sem þurfti að gera, hann er semsagt heimavanur þarna á bráðamóttökunni og er vanur mikilli bið. En viti menn við þurftum að drekka kaffið á hlaupum svo hratt gekk þetta allt fyrir sig. Við vorum reyndar skömmuð fyrir að dæla í drenginn, eldri hjúkrunarkona kom að okkur að vera að svolgra þessu í okkur á biðstofunni og las okkur Finni pistilinn þar sem hann mætti alls ekki fá neitt fyrir en vissa væri fyrir því að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð. (auðvitað) og við skömmuðumst okkur niður í skóna, bæði með töluverða reynsla af þessum hlutum og áttum því að muna þetta. Jæja, tveir kvennlæknar færeyskir fóru svo yfir myndirnar með okkur, frábær tækni í dag, skoðað í tölvu fram og til baka og ekkert brot. Slæm tognun og þá kom þessi elska sem skammaði okkur Finn, vafði fótinn á JJ með þvílíkri alúð og nærgætni, sýndi honum hvernig hann skyldi nota hækjurnar og lá við að hún kyssti hann bless. En fóturinn greri skjótt og var hann farinn að hlaupa um eftir 1 dag á hækjum. Er reyndar alveg rosalega skemmtilegur á litinn, blár, fjólublár, grænn og ekki frá því að gulu bregði fyrir, eins og fallegt litaspjald.

Gámurinn... við erum búin að opna gáminn og taka út grillið og eitthvað af smádóti, eftir því sem kemst inn hjá okkur. Við stefnum að því að vera búin að koma grillinu í lag fyrir næstu helgi, en þá er vesturstefnan, einn af riðlunum í róðrakeppninni sem endar svo á Ólafsvöku sem verður í lok mánaðarins. Vesturstefnan verður hér í Miðvági og koma því gestir til Finns og Guðrúnar og dvelja hérna hjá okkur yfir helgina. Það var sko ekki einfalt að ná grillinu út og kostaði það mikil átök og útsjónarsemi, enda ber búkur frúarinnar þess merki, bæði í auknu litaúrvali á hinum og þessu stöðum og eymsli hér og þar. Þurfti ekki að fara í ræktina þann daginn.

Læt þetta duga að sinni - þarf að sinna smá skipulagsmálum í þvottahúsinu og mála svalirnar. Þess má geta að hér skýn sól og hefur skynið frá því um helgi. Cool

Guð blessi ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæðgin blá og marin

í matarfjalli falin

Svona er það með Sollu

með svakalega bollu.

Brumann (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:33

2 identicon

Má ég koma með í Zarepta næsta sumar .. þetta virðist vera algjör paradís ,, mæti með krakkana tvo ekki spurning ,,, svo er spurning með spelt bollur og osta ,, eða verður okkur hent i sjóin :-)

laufey systir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Nei kæra systir, þér verður ekki hent í sjóinn. Það er of hátt fram af bjarginu, en í vatnið, jú, það gæti hent. Ef þú skoðar kortið þá er Zarepta statt í Vatnseyrunum og það er einn af örfáum stöðum hér í Færeyjum þar sem ekki sést til sjávar.

Knús og kossar, hefðum samt alveg "rosalega" (er í því að kenna færeyjingum það orð), mikla þörf fyrir þig í kennsluna fyrir ungingana og börnin. Þú myndir fíla þig í ræmur og myndir smella eins og flís við rass á þessum "legum" en það heita vikurnar hérna á Zarepta. Þú yrðir leiðari.

Kv. Unga stúlkan í eldhúsinu.........hhhnmmmm.

Sólveig Birgisdóttir, 11.7.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Brói - þú ert óborganlegur snillingur. Ég er búin að reyna að klambra saman stöku til að svar þér með en hef ekki dottið niður á neina enn. Takk fyrir þessa. Sendi þér í bundnu máli síðar.

Elska þig og kysstu konuna og börnin frá okkur hér í Færeyjum.
p.s. JJ er búinn með Svans bókin og fannst hún frábærlega skemmtileg. Ætla að panta hand honum fleirri ef það er hægt.

Sólveig Birgisdóttir, 11.7.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband