Leita í fréttum mbl.is

Hjallur, prutl, ömmustóll og bíll

Ja hérna hér, komin mars og jólin voru hérna í gær. Svona er þetta þegar maður vinnur frá morgni og langt fram á kvöld og finnst það bara gaman. Hér er ekki slegið slöku við frekar en fyrri daginn, ég er búin að fara á tvö námskeið til Havnar (Tórshavn) og annað tveggja daga á dönsku takk fyrir. Já já maður er komin á sölunámskeið Ladegaard, danskur kennari sem að sjálfsögðu með sínum danska "humör" spýtti útúrsér námsefninu með dæmum við hverja setningu um sjálfan sig og svo óborganlega fyndnar og skemmtilegar að hann náði varla andanum, hann hló svo mikið, og ég íslendingurinn humörslausi horfði á, með sljóum og skilningsvana augum, hvernig hann rikkjaðist og engdist fram og aftur og reyndi að brosa á réttum stöðum, svona bara að því ég er svo vel upp alin. Þegar færeyjingarnir, samnemendur mínir á námskeiðinu, spurðu mig hvernig mér gengi að skilja námsefnið, þá sagðist ég nú ná þræðinum, þó svo að ég skyldi ekki hvert einasta orð, en ég ætti soldið erfitt með að skilja brandarana...haha "Það gerum við nú ekki heldur", var svarið. Já þetta er dásamlegt líf. Mér gengur bara vel í vinnunni og er að tengjast þeim í Havn líka nokkuð vel, enda kona ekki mjög svo til baka. hihi. Það er nú ekki hægt að segja um hann Finnboga minn að hann hugsa ekki vel um mig..... hvað haldið þið að hann hafi komið með um daginn. Prutl.... mmmhhh. Það er vespa, að vísu í KA litunum en hún sést vel og frúin er þvílíkt gul í gula hjólagallanum á gula hjólinu. Eins og páska ungi á ferðinni..... sssssúúúúmmmmm. Alveg uppí 50 held ég barast að ég hafi náð að fara uppí um daginn. Þeta er þvílíkur fílingur, næstum eins og á alvöru mótorhjóli..... eða þannig. En þetta kemur sér vel þegar ég þarf að flýta mér á æfingar eftir vinnu.

Loksins hef ég fengið langþráðan stól í borðstofuna, ömmustól með skammeli í hornið, svo nú sit ég með tölvuna á hnjánum, prjónakörfuna við hliðina og horfi inní eldhús á yndislegan eiginmann minn gera kálböggla, góð staðsetning á stólnum.InLove Ekki má gleyma að afi er líka kominn með sinn stað út í horni. Reyndar ekki stól eins og amma, heldur eitthvað miklu meira spennandi. Haldið ekki að karlinn sé búinn að smíða sér hjall. Staðsetning....við svefnherbergisgluggann undir svölunum. Mér datt nú í hug smíðakofinn hans Emils í Kattholti, ha ha. En þarna er hann búinn að hengja upp, íslenskt hangikjöt að sjálfsögðu, færeyskt skerpukjöt og nú var hann að hengja upp til viðbótar íslenskt lambalæri sem hann var búinn að kafsalta í einhverja sólarhringja og nú er það látið hanga í einhverjar vikur. Þetta er norsk þurrkaðferð sem hann lærði hjá Muggi fyrrum nágranna okkar úr Skólagerðinu. Mjög spennandi að sjá hvernig tekst til. Þetta finnst afagormunum spennandi og ekki leiðinlegt að fá væna flís af hangikjötinu þegar þau eru úti að leika og afi heima. Halo

Svo ég vaði nú úr einu í annað, þá hefur gengið vel að halda utan um handboltann, en það er greinilegt á öllum að nú er að vora í lofti og fótboltinn að verða meira ofaná. Reyndar eigum við ekki mikið eftir, 12 ára hópurinn, flokkurinn hans Jóhanns Júlíusar, klárar nú um helgina og í versta falli lendum við í 3 sæti en í besta í 2 sæti. 10 ára strákarnir eiga fleirri leiki eftir og klára um aðra helgi. Ég verð á fullu á laugardaginn, fyrst hér í Giljanesi og svo þarf ég að brenna suður til Havnar. 10 ára stelpurnar eru að klára núna um helgina líka, reyndar var C riðillinn að klára um síðustu helgi og vorum við með b liðið okkar þar. Ég fór með þeim til Klaksvíkur þar sem aðalþjálfarinn þeirra var erlendis og fengum við medalíur fyrir 4 sæti, það voru bara 4 lið í riðlinu og var ákveðið að allar fengju verðlaun, vel til fundið og vel staðið utan um mótið hjá þeim í Klaksvík. Þar er vagga kvennahandboltans og besta liðið í toppdeildinni, Stjörnan. Við stelpurnar í 1 deild eigum leik við 1 deildar liðið hjá þeim á sunnudaginn, þá eigum við ekki eftir nema tvo leiki. Klárum í byrjun apríl ef allt gengur eftir. Þá get ég farið að einbeita mér að sjálfri mér og mínum vonandi eitthvað meira.

Haldið ekki að það hafi verið fjárfest í bíl í gær. Já Finnbogi misnotaði aðstoðu sína og fór með mig veika til Havnar, er búin að liggja í slæmri flensu frá því á laugardaginn, gjörsamlega útúr í 2 sólarhringa en er að skríða saman núna og fór til vinnu í dag. En hvað um það, ég var sumsé látin fara með bússinum til Havnar í gærmorgun, Finnbogi var farin fyrir allar aldir. Ég þurfti að fara til læknis, íslendings að sjálfsögðu, Harri Guðmundsson, til að láta líta á litlafingurinn minn, en hann skaddaðist í haust í boltanum. Nema hvað ég komst til Havnar með bússinum og náði í bílinn minn, gamla góða Ravinn FH-inginn, sem færeyingar vilja láta mig greiða offjár fyrir að umskrá, í vinnuna til Finnboga, renndi svo í þau erindi sem ég þurfti að útrétta í borginni. Um eittleytið var svo Finnbogi búinn í vinnunni og við klár að keyra vestur, með smá viðkomu á bókamarkaðinn, mjög skemmtilegt reyndar, og svo á bílasölur sem mér finnst ekki eins skemmtilegt. Og hvað haldið þið, auðvitað var keyptur bíll eins og ekkert sé fyrir litlar 158.000,- dkr. óskoðaður, þar sem bíllinn var í Klaksvík. Ég látin skrifa undir alla pappíra, orkaði ekki að mótmæla mikið þar ég var gjörsamlega búin á því, þá stundina. Finnbogi er ekki haldin valkvíða né þarf að velta sér mikið uppúr hlutunum, bara rétt eins og verið sé að kaupa í matinn. Hann er reyndar lengur að kaupa í matinn þegar hann kemst í Miklagarð í Havn. Wink Svo nú á ég Toyota Rav, Prutl, Hjól, Ömmustól og Toyota Corolla station bláann. Svona Helgu bíll. Finnbogi fór svo til Havnar í morgun og náði í bílinn og allir voða glaðir. Nú er bara að hugsa það hvað gera á við gamla græna FHinginn. Það hlýtur eitthvað að rætast úr með vorinu.

Guð blessi ykkur nær og fjær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Solla mín, mikið er nú gaman að geta fylgst með ykkur í útlöndunum. Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur og barnabörnin ánægð að hafa ömmu og afa hjá sér.

Bestu kveðjur frá öllum á Hringbrautinni, Gunna.

Guðrún Hallgríms (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegir pistlarnir þínir Sólveig 

Spennandi hjallurinn hans Finnboga, þetta var öllu einhæfara heima hjá mér í æsku, bara harðfiskur og rauðmagi.  Spurning hvort hann nælir sér ekki í rauðmaga með vorinu!

Takk fyrir "innlitið" í dag

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Takk, takk. Já þú segir nokkuð Sigrún, mmm, ég sé fyrir mér signu grásleppuna og ýsuspyrðlinga. haha það verður sko spennandi að fylgjast með hvað á eftir að koma út úr þessum hjalli.

Sólveig Birgisdóttir, 5.3.2009 kl. 22:52

4 identicon

Hæ Sólveig.

Mikið er gaman að fylgjast með, hvað ykkur gengur vel, og krafturinn  þessi séríslenski ..ekki hafið þið skilið hann eftir í Kópavoginum það er ljóst. Nýustu fréttir segja að Færeyjingarnir ætli að koma hingað og kaupa tryggingafélag og nú er spurningin hvaða tryggingafélag verður það. Einhvern veginn kom það ekki á óvart að þú yrðir farin að vinna hjá tryggingafélagi dj gott hjá þér.En ég öfunda þig ekki að þurfa að vera með heita kartöflu í kokinu allan daginn  til að snakke dansk.Og húsbóndinn stendur sig vel eins og áður í eldhúsinu Allt gott héðan af austfjörðunum og við sendum góða kveðju til þín og þinna.

Guðrún Stefánsdóttir

Guðrún Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband