Leita í fréttum mbl.is

Mánudagur - stúlkurnar í Færeyjum

"Stúlkan verður við á mánudaginn sem sér um tessi mál, hún er miklu meira inní tessu øllu og getur upplýst tig miklu betur en ég", sagði maðurinn á kommúnuskrifstofu Miðvágs á føstudaginn, tegar ég mætti með flutningspappírana og spurði allskonar spurninga varðandi hvað ég tyrfti að gera meira. LoL Gat ekki annað en hlegið innra með mér. Tað tarf semsagt stúlku í málin hér eins og heima. Tað kenndi mér góður samstarfsmaður úr VÌS að ef koma tyrfti skipulagi á hlutinu tyrfti stúlku í málið og var tetta oft haft yfir bæði í gamni og alvøru. Á mánudagsmorgun var svo stúlkan komin og búin að hringja í Finn og fá giftingardaginn okkar Finnboga tar sem hann vantaði á pappírana og senda allt til Tórshafnar tar sem gengið yrði frá persónnummar fyrir okkur. Svo spurði ég um tómstundanámskeið fyrir JJ en ekkert svoleiðis er í boði hjá kommúninni, en tað væri fótbolti og róður, hún hringdi nokkur símtøl og kannaði málið, en komumst ekki að neinni niðurstøðu annað en tað að hún vissi að tjálfari yngri flokka drengja væri í fríi erlendis og líklega væru engar æfingar á meðan. Vildi allt fyrir okkur gera og bauð okkur velkomin í Miðvág.

Nú svo brennum við JJ til Tórshafnar til að leysa út gáminn. Vonandi hafa teir nóg af stúlkum tar hugsaði ég með mér. Og jú, jú, tað var kølluð til stúlka til að aðstoða mig hjá Skipafélaginu með pappírana tví tetta hafði einhvernveginn snúið øfugt hjá okkur. Fyrst voru pappírarnir skráðir með Finnboga sem sendanda og Finn móttakanda á gámnum. Hann kom til Færeyja 8 maí (gámurinn) og Finnur fór á staðinn tá strax, en neeei. Hann var ekki að flytja til Færeyja og tví mátti hann ekki vera móttakandi, nema tá að borga tolla af innflutningi á notaðri búslóð, sagði konan hjá tollinu, en ekki málið, stúlkan hjá skipafélaginu breytti bara pappírunum tannig að Finnbogi var bæði sendandi og móttakandi og Finnur fór aftur til konunnar hjá Tollinum. En neeei, hann var ekki Finnbogi og tví mátti hann ekki leysa út gáminn. Sem betur fer er Finnur vel kynntur hér í Færeyjum og tekkir marga, tannig að tegar hann var að velta fyrir sér støðunni kom til hans einn starfsmaður skipafélagsins og leysti málið. "Við geymum bara gáminn fyrir tig Finnur minn, tar til mamma tín kemur og leysir út gáminn, tid turfið ekki að borga neitt geymslugjald."Minnir mig á lagið, Hún mamma kemur í bæinn bráðum og borgar skuldina mína..... en ég hef ekki enn hitt "búðarmanninn" til að kyssa hann fyrir liðlegheitin.

Jæja, nema hvað við JJ hittum stúlkuna hjá Skipafélaginu og hún breytti pappírunum eina ferðina enn tannig að Finnbogi var sendnandi og ég móttakandi, konan hans. Tað mátti og tá var að finna gáminn og tollskoða. Tar komu piltur og stúlka, einkennisklædd, ég aðvaraði tau um að opna gámin varlega tví að nokkuð víst væri á að borðplatan af sófaborðinu myndi hrynja út og ryksugan ásamt skúringarskaftinu. Á meðan við biðum eftir starfsmanni skipafélagsins til að vísa okkur á gáminn tókum við tal saman, pilturinn og ég, kom í ljós að hann var hálfur íslendingur, mamma hans var islensk (betri helmingurinn sagði hann sjálfur). Ég sagði honum að ég væri hafnfirðingur tó svo að ég væri að flytja frá Kópavogi. Hann sagði að allt sitt fólk væri í Reykjavík, nema hvað að hann hefði átt ømmubróðir í Hafnarfiði, hefði verið kallaður Einar rakari. ha, hvort ég hefði ekki tekkt hann? Ó jú og son hans Steintór sem byggi í Kópavogi og ætti son sem hefði verið með JJ í bekk. Ekki stór heimur tað. Gámurinn var opnaður og út kom borðplatan og skaftið. Teim féllust hendur að fara að hreyfa eitthvað til í gámnum enda vel pakkað í hólf og gólf. Fékk stimpil og gámurinn verður sóttur á næstu døgum.

Svo var að fara í vinnumálaskrifstofuna og landstýrið, en tað gekk vel, tarf enga pappíra eða vottorð ef ég ætla að sækja um vinnu hér. Ákvað að koma við á íslensku ræðisskrifstofunni og spyrja hvort að við tyrftum að hafa eitthvað sérstakt í huga og hvort að tau vissu eitthvað um sumarnámskeið fyrir børn sem væru að flytja til Færeyja og hefja skólagøngu í ágúst. Hafði heyrt að eitthvað tannig væri haldið í Tórshøfn. Gekk inn í yndislega gamalt og fallegt lítið hús við Tinganes, sama hús og Turid Samro hafði fataverslun fyrir nokkrum árum. Engin var á neðri hæðinni, en niður stigann kom sjálfur Eiður Guðnason, ræðismaður okkar íslendinga hér í Færeyjum, reyndar var hann ekkert glaður á svipinn og bauð okkur ekki einu sinni velkomin, allt í fasi hans gaf til kynna að við værum að trufla. Og auðvitað efldist ég til muna um að spyrja hann spjørunum úr, kynnti mig og var kurteis, hann gaf ekki einu sinni færi á handabandi, en ég hefði getað gengið nærri honum og trifið í spaðann, en hélt mér á mottunni. Bað mig endilega að koma á fimmtudaginn, tá yrði stúlkan komin.  Reyndar hringdi hann fyrir mig í Høgna í Stórustovu tví hann vissi ekki hvar skrifstofan hans er (skrifstofa VÍS í Færeyjum) og lét mig um að tala við hann sjálf. Svo endurtók hann enn og aftur að við skyldum koma aftur seinna tví að stúlkan sem gæti upplýst okkur um alla hluti miklu betur en hann.

Ég gekk út í sólskinið, brosti hringinn, tví allsstaðar eru stúlkur sem sjá um málin. Ég verð ekki í neinum vandræðum með að fá vinnu. Ég get nefnilega líka verið stúlkan ef tannig liggur á mér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Svona eru þessar stúlkur, ómissandi og allt um kring. Ég kannast víst við það.

Sit hér við tölvuna með eiginmann þinn mér við hlið. Úrkeyrðan eftir tveggja kvöld smíðavinnu í Vogum.

Braut meira að segja saman þvottinn fyrir hann í kvöld. Svona er meyjahjartað meyrt. Fer vel með hann.

Ástarkveðja frá okkur öllum

Anna Kristinsdóttir, 25.6.2008 kl. 00:05

2 identicon

já við stelpurnar erum bara einfaldlega ómissandi ,, skemmtileg lesning,  knús

laufey systir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:16

3 identicon

sæl elskurnar,gaman að lesa frá þér,það er svo gott að fá að "taka þátt" í daglega lífinu hjá ykkur,þið verðið svolítið meira nærri okkur! Við vorum á Egilstöðum fram á laugardag en þá vorum við búin að fá nóg af kuldanum og fórum norðuryfir og í afmæli hjá Árna og Gíju í bústaðnum þeirra,Pabbi Árna var 85 ára og heilmikil veisla, gaman að hitta stórfjölskylduna.Þau réttu okkur svo lykilinn að íbúðinni sinni og við gistum þar,fórum í kaffi til Ernu Tul hún býr í sama húsi.keyrðum svo í Borgarnes morguninn eftir og ég í golfmót í sól,rigningu og hagljéli!Vorum bara fegin að koma heim í bólið okkar!Kær kveðja til allra.koss og knús pabbi þinn biður að heilsa Mamma,amma og langamma

Inga Magg (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sæl "stúlka" góð.  Gaman að lesa Færeyja pistla.  Óska hér með eftir að gerast bloggvinur.  Kær kveðja

Sigrún Jónsdóttir, 25.6.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband