Leita í fréttum mbl.is

Sjóræningjadagurinn í Klaksvík

Stíflan brostin og nú skal blogga sem aldrei fyrr. En í örsögum ef svo má segja.

Við litla fjölskyldan fórum á svokallaða sjómannadagsskemmtun til Klaksvíkur 14 ágúst. Þeir halda miklar hátíðir þarna í Klaksvík og eru mjög skemmtilegir heim að sækja. En allavegna þá héldu þeir sjómannadagshátíð þarna um miðjan ágúst og byrjuðu herlegheitin á miðvikudegi og stóðu fram á sunnudag. Þeir áttu að vísu líka 100 ára afmæli og saumuðu það saman við sjómannadaginn. Þetta er ekki eins og okkar hefðbundni sjómannadagur um allt land, heldur sérstök hátíð sem þeir tóku upp fyrir 4 árum síðan ef ég man rétt. Þetta er svona meira í áttina að Fiskideginum mikla á Dalvík, nema þeir eru ekki með fiskisúpuna frægu.

Hvað um það við ákváðum að fara á fimmtudeginum til Klaksvíkur en þá var dorgveiðikeppni fyrir börn og svo sigling út á fjörðinn með bátum og vatnsblöðru stríð á milli báta á pollinum á eftir. Við klæddum okkur upp sem sjóræningjar, þ.e. sérstaklega undirrituð, enda annáluð fyrir að detta í víkinga/sjóræningjagír og á græjur í það. Var með sítt, úfið kolsvart hár, bleikan klút á hausnum, leðurólar, augnalepp og ýmis dinglumdangl um mig alla. JJ ákvað að vera bara með klút um hárið og Finnbogi ákvað að vera bara með myndavélina. Ekki alveg samtaka með þetta, en ég lét mig hafa það.

Við komum þegar dorgveiðikeppnin var akkúrat að byrja og voru rúmlega 200 börn, svo mikill var fjöldinn og ekki margir klæddir sem sjóræningjar og því var ég litinn stórum augum af blessuðum börnunum og ekki síður af foreldrunum, sem brostu góðlátlega að þessari veru sem virtist vera ein á ferð, þar sem þeir feðgar gengu ýmist langt á undan mér eða á eftir mér. JJ fékk að veiða með krökkum sem við höfðum kynnst á Zarepta og var vel fagnað af þeim. Hann veiddi ekki mikið enda var hann meira spenntur fyrir sjóræningjastríðinu heldur en dorginu. Öll börnin fengu svo plastflöskur og bréf og áttu að skrifa á það og setja svo í flöskuna. Svo var farið á bátunum út á sjó, það komu um 8 fiskibátar, allt í eigu einstaklinga þarna í Klaksvík og tóku börn og foreldra um borð og svo var siglt út á fjörðinn. Það var mikið hlegið og hóað á milli báta. Svo þegar við vorum komin út að miðjan fjörðinn, þann sem liggur á milli Eystureyjar, Borðeyjar, Kalseyjar og Kuneyjar, stoppuðu bátarnir og svo var talið niður og allar flöskurnar með flöskuskeytunum í var kastað í sjóinn. Straumurinn sér svo um að skola þeim eitthvað á land, jafnvel heim til Íslands, þannig að ef þið finnið flösku með rauðum tappa og bréfi í, þá endilega kíkið og látið vita. Svo var siglt á fullu til baka aftur og var mér nú um og ó yfir glæfraganginum í þeim sem stýrðu skipunum, svo mikið var kappið í mannskapnum að komast sem fyrst inná pollinn. Þetta voru sko ekki neinir smábátar, heldur frekar stórir svifaseinir fiskveiðibátar. Þeir sigldu hver á eftir öðrum upp að bryggju og vopnin voru tekin um borð. (Vatnsblöðrurnar) svo var siglt út á pollinn og eins nálægt næsta skipi og hægt var og bomburnar látnar fjúka. Þetta var mikið fjör og ekki síst fyrir pabbana og einstaka mömmu sem var með handboltatakana á hreinu, að láta vaða á blessuð börnin og foreldrana á hinum bátunum. Nú ekki nóg með að þetta væri nægilega mikið fjör, þá tóku karlmennirnir upp á því að ná í smúlana á bátunum og svo var látið vaða yfir á milli skipa. Það var ekki þurr þráður á mörgum þegar komið var aftur að bryggju og voru blessuð börnin orðin helköld og þeir foreldrar sem héldu að þeir væru að fara í smá skemmtisiglingu á þurrviðrisdegi eins og hundar dregnir á sundi. En mikið rosalega var þetta gaman. Við ætlum aftur næsta ár.

Guð blessi ykkur nær og fjær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú aldeilis ótrúlegir hlutir sem hafa á daga þína drifið mín kæra.  Ég var að komast að því að þú værir dugleg að halda úti bloggsíðu og ætla að fylgjast með ykkur í gegn um hana. Við munum ganga fjörur og leita að bréfi frá ykkur ef þú verður ekki dugleg að blogga :) .. sem þarf reyndar ekki að búast við. VÍS tekur stöðugum breytingum og það er eins og það er að sumar eru góðar og aðrar ekki. Reyndar þarf maður líka stundum að gefa sér tíma til að venjast þessu öllu saman. Sakna þín náttúrulega og er alveg örugglega ekki sú eina sem geri það.  knús og kossar frá mér til þín og Finnbogi fær líka sama skamt. kveðja Inga

Inga Óla (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Takk fyrir kveðjuna elsku Inga. Sakna þín líka og ykkar. Kysstu karlinn frá mér og smá knús til samstarfsfélaganna.

Finnbogi biður að heilsa Gumma sérstaklega.

Sólveig Birgisdóttir, 2.9.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Klaksvík er góður staður, ég er hálfur færeyingur og hef verið mikið í Færeyjum og sakna þeirra mjög.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 4.9.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband