Leita í fréttum mbl.is

THE EAGEL HAS LANDED - Ólafsvakan 2008

Ó já, hann er sko lentur. Tók að vísu smá tíma þar sem það var ófært á mánudeginum, en svo gat flugstjórinn lent eftir að hafa hringsólað í um 30 mín yfir Færeyjum á þriðjudeginum, skellti sér svo niður á milli hryðja og þokuslæðings, svo var ekkert flogið fyrr en á fimmtudeginum á eftir. En Finnbogi minn komst á leiðarenda og var ekki fyrr komin inn um dyrnar þegar allt fór á hvolf. Það var farið í gáminn, kannað hvað væri komið inn og staðan tekin. Hún var tekin fljótt og ákveðið. Inn skyldi hjónarúmið "hans" kommóður fyrir fötin, borðstofusettið, kassar og ýmislegt fleirra sem þyrfti að losa úr gámnum svo hann kæmist í verkfærin. Þau voru nefnilega innst. Tölvusambandið lagað, þannig að nú er ég með þráðlausa tengingu niðri í svefnherberginu okkar. Jóhann Júlíus komin í sér herbergi með tveimur rúmum, þar verður gestaherbergi í framtíðinni.

Ekki nóg að þetta færi inn, því að hvar ætti það að vera. Jú, það var ekki mál, aflóga sólarbekkur var í einu herberginu niðri og sturta, hér var sem sé einnig rekin sólbaðsstofa og einn bekkurinn skilinn eftir. Engin léttavara og ekkert einfalt að taka hann í sundur og koma honum út. En það vafðist ekki fyrir Finnboga, frekar en margt annað. Hann sá í hendi sér að þarna væri eldhúsið hans komið, þ.e. bráðabirgðaeldhúsið, þar sem hann gæti fengdið sér kaffisopa, morgunmat og svona eitt og annað án þess að trufla þau á efri hæðinni. Lítill ísskápur var einnig skilinn eftir og hann var tekin til handabrúks og auðvitað smíðaði snillingurinn hillu svo hægt væri að hafa þvottabala til brúks til uppvasks.  Grillið góða var endanlega komið saman, svo að hægt væri að elda á því og nú er frystiskápurinn kominn inn, búið að sótthreinsa eftir ferðalagið.

"Eldhúsið" okkar, er alveg meiriháttar, þetta er svona kotbúskapur og allt gert í rólegheitum, þar sem ekki er um mikið rými né tæki. En þó, Senso kaffivélin, hraðsuðuketillinn, ísskápur, brauvél, örbylgjuofn, kryddhillur komnar á veggina, stór spegill, sem var þar fyrir, vel uppraðaðir kassar við einn vegg og stór gluggi á öðrum, sturta sem er komin með hillu og þó nokkuð af krókum og skrúfum til að hengja eitt og annað, því þarna eru bæði burstaðar tennur og bollar þvegnir. Við notumst við sparihnífaparasettið (það kom upp úr einni kommóðunni) og pappadiskar notaðir oftast og plastglös á meðan birgðir endanst. Reyndar tók ég upp könnur sem voru ofarlega og svo hefur eitt og annað týnst uppúr kössunum góðu, enda voru þeir vel merktir og gott að sjá hvað í þeim felst.

Eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það verður bara klárað að gera baðherbergið og herbergi fyrir JJ. Finnbogi er semsagt búinn að koma sér upp þvílíkri flottri vinnuaðstoðu, má segja hálfgert verkstæði, smíðaði sér vinnuborð og kominn inn með allskonar vélar sem ég vissi ekki einu sinni að væru til, enda sum beint úr kassanum. Það er svæðið þar sem eldhúsið, stofa og borðstofa eru hugsuð. Reyndar erum við ekki enn komin með endanlegar teikningar. Við leggjum aðaláhersluna á að klára baðið og herbergið fyrir JJ. Það gengur vel, en það þarf að gera alveg frá grunni, klæða og einangra veggi, loft og gólf og gera eitt hurðargat, ásamt öllu öðru sem þarf að gera. Nú sit ég og bíð eftir að hann komi með meira efni úr Þórshöfn svo að hægt sé að halda áfram.

JJ er í sumarbúðunum og búinn að vera í bráðum viku. Kemur heim á morgun. Það verður gaman. Við tókum okkur frí frá smíðavinnunni og fórum á Ólafsvöku. Fengum lánað hús hjá vinafólki okkar og hugguðum okkar bara tvö frá sunnudegi fram á miðvikudag. Það var mjög gaman og mikið líf og fjör á Ólafsvökunni. En aðallega vorum við að njóta þess að vera saman, Finnbogi dekraði við mig í mat og drykk og svo gengum við um allan bæ hönd í hönd, bæði í sól og svo svartri þoku. Veit ekki hvort var skemmtilegra. Held þokan, því þá gengum við um dal eftir göngustíg sem við höfðum aldrei gengið áður, ofan úr Hoyvík frá Kobba Jóns, hanboltamanni, niður í bær, þau hjónin buðu okkur í skerpukjöt og tvíreykt hangikjöt á mánudagskvöldinu. Reyndar fékk ég þvílíkar harðsperrur og blöðrur undir ilina. Þetta var alveg kyngimagnað að ganga svona í svartri þokunni, sáum ekki nema 2 metra frá okkur. Við hittum mikið af skemmtilegu fólki á Ólafsvökunni og finnst færeyjingum það mjög áhugavert að við íslendingarnir skulum vera flutt til Færeyja. Við reynum að tala eins mikla færeysku og við höfum getu til. Það er oft spaugilegt, því maður er kannski að nota einhver orð sem þýða eitthvað allt annað og þá kemur svona einhver svipur á fólk. M.a. sem við hittum á Ólafsvökunni og tókum tal af var gamall harmonikkuleikari sem gaf okkur upp nafn á harmonikkukennara og svo ungan bónda á Mykjunesi. Hann bauð okkur Finnboga að koma og veiða hvenær sem væri. Held að hann hafi samt aðallega að bjóða Finnboga, sérstaklega þegar ég fór að ræða hvað það væri hættulegt og erfitt að komast í Mykjunes. Auðvitað hittum við líka mikið af íslendingum, mikið fjör og mikið gaman. Ég var nú alvega rosalega stolt að fylgjast með syni mínum Finni Hanssyni, þar sem hann var ásamt íslenska hestinum í skrúðgöngunni við setningarathöfnina á Ólafsvökuna. Það kom upp í mér mikill íslendingur þá, klædd í íslenska lopapeysu í fánalitunum, hönnuð af Öldu frænku, gefin mér af Grétu frænku og með íslenskt og færeyskt fánabarmmerki í kraganum. Og núna er ég búin að gráta úr mér augun, hrærð og stolt að hlusta á setniningarathöfn Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetaembættið. Ekki að Ólafur komi mér til að vökna mikið um augun heldur söngurinn og athöfnin sem slík. Svona er ég nú bara gerð. Hef ekkert lagast og mun sjálfsagt ekki gera. Segi líka alltaf að ég sé í ætt við Jónu frænku á Hamrinum og "it´s my party and I cry if I want to". Þetta er ríkjandi þáttur í föðurfjölskyldunni að vökna um augun af stolti og eiga erfitt um mál sérstaklega þegar hjartansmál eru annarsvegar. Og það er bara gott, þetta er gjöf frá Guði og hana skal maður ekki fyrirverða sig á.

Er að velja inn myndir til að setja inn, þar verður eitt og annað skýrt í myndum og stuttu máli þegar tökin á tækninni verða fullnuma.

Guð blessi ykkur öll nær og fjær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna,það var greinilega kominn tími til að Finnbogi kæmist til ykkar. Ég er bara hálf vængbrotin yfir að hafa hann ekki hér, er bara orðin háð því að hann reddi tölvunni og ansi mörgu öðru þegar á þarf að halda! Vonandi getum við skroppið til ykkar í haust þegar þið eruð búin að koma ykkur fyrir í neðra.Við spiliðum golf á Korpunni með Sigrúnu og Pétri og borðuðum svo hjá þeim á eftir. Þeir unnu okkur með 2.punktum svo það verður reynt aftur fljótlega!Á mánudag förum við austur á Hellu og svo í sumarbústað í Vaðnesi í 2-3 daga.Hlakka til að sjá myndir frá ykkur.  Koss og knús frá okkur gömlu.

Mamma amma og langamma (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband