Leita í fréttum mbl.is

Skóli og handbolti

Jóhann Júlíus byrjaði í skólanum ásamt móður sinni þann 18 ágúst s.l. Já, móðir hans fékk að fylgja honum fyrstu dagana, en það var alveg tekið skýrt fram að það var ekki til að hjálpa honum heldur til þess að móðirin væri inní námsefninu og fengi þær upplýsingar sem þyrfti til að geta aðstoðað með heimanámið. Við mættum sumsé þarna fyrsta daginn saman og hann var fljótur að láta sig hverfa inní hópinn en ég hitti einn pabba sem er nágranni okkar. Svo var hringt inn og öll börnin þustu inn í stóran sal og röðuðu sér þar eftir bekkjum. JJ fann sinn bekk og stillti sér upp næst fremst. Er svo mikið til baka þessi elska....

Þar hélt skólastjórinn þessa fínu ræðu yfir börnunum, minnti þau á að taka vel á móti nýjum nemendum og nefndi einnig þá sem voru farnir í lengri og skemmri tíma. Þetta er ekki stór skóli og mjög heimilislegur. Þarna eru 5 - 10 bekkir frá Miðvági og Sandavági. Það var líka sunginn sálmur og farið með Faðir vorið. Þetta var mjög sérstakt og fallegt og gladdi mitt hjarta. Kennararnir tóku svo við sínum bekk og fóru með þau inn í sína stofu. Ég trammaði á eftir bekknum eftir að hafa kynnt mig fyrir kennaranum henni Jónley. JJ settist aftast við hliðina á dreng sem heitir Benjamín og ég setti mig við hliðina á stúlku sem heitir Sóley og er nágranni okkar. Mér líst ljómandi vel á kennarann og bekkinn, sem er vel lifandi og það er greinilegt að hún var vel inní heimilisaðstæðum hjá hverjum og einum og hefur verið með þau lengi, þau voru líka ófeimin við að segja henni frá hvað þau hefðu gert í sumarfríinu sínu. Svo komu inn þeir kennarar sem voru með önnur fög og allir tóku vel á móti okkur íslendingunum. Reyndar var dönskukennarinn hálf hvumsa þegar ég sagði henni að hann hefði ekki neinn grunn í dönsku, en þetta er þriðji veturinn hjá þeim hér í færeyjum í dönsku. Jæja, eitthvað myndum við nú finna út úr því og það hefur gengið alveg ótrúlega vel. JJ er mjög fljótur að læra tungumál og þau liggja vel fyrir honum.

Nú ég mætti með honum þrjá morgna og þá fannst honum þetta vera orðið nokkuð gott hjá mér og mér líka. Nú yrði að sleppa spottanum og hann að bjarga sér sem hann hefur gert. Það þarf nú samt að fylgja honum vel eftir með að gleyma ekki bókunum, annað hvort heima eða í skólanum. Það hefur ekkert breyst. Hann er bara 5 mín. að lappa í skólann og er það mikill kostur. Við höfum reynt að finna út með harmonikkunám fyrir hann, en það gengur ekki eins vel. Það er annað hvort að fara til Þórshafnar eða kvöldskóli. En við finnum út úr því eins og öllu öðru.

Og svo er það handboltinn hjá frúnni. Hún er orðin starfandi handknattleiksþjálfari hjá S.Í.F., 1 deild kvinnum. Það er svo önnur deild fyrir ofan sem heitir Sunset Það hefur gengið alveg ótrúlega vel, nema hvað að undirrituð hef verið á fullu með þeim í æfingunum sem ég hef sett fyrir þær og svo eru þær svo fáar að þegar við skiptum í lið og spilum handbolta hef ég verið með líka. Og það tekur á skal ég segja ykkur. Eiginlega ekki þegar ég er að gera æfingarnar eða spila handbolta, því þá gleymi ég mér og keppnisskapið er gjörsamlega með yfirhöndina. Það er þegar ég kem heim og daginn eftir. Þá man ég eftir því að ég er að verða 47 ára en þær eru frá 16 - 27 ára. Svo koma þessar eldri, sem ég veit ekki enn hvað eru gamlar, og æfa með okkur einu sinni í viku. Þær eru skráðar í 2 deild með lið. Þær byrja í næstu viku að æfa, en við æfum 3svar í viku. Það stendur líka til að ég þjálfi einn yngir flokk og líklega verða það drengur 10 - 12 ára, en það er enn ekki frágengið. Það er svona frekar afslappað hér að ganga frá hlutunum.

Læt fylgja hér link á netfrétt - maður er náttúrulega búinn að rata inná fréttavef portal.fo - http://www.sportal.fo/mitt.php?page=hond

Guð blessi ykkur öll nær og fjær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl, alltaf gaman að lesa póstinn frá þér. Ég sagði Hildi og Kristjönu frá nýju vinnunni þinni, þeim leist bara vel á og biðja að heilsa þér. Hér er allt í rólegheitum,Ég að vinna í bankanum og pabbi þinn að vinna öðru hvoru niðurfrá. Eitthvað að frétta af Finni? hvernig gekk í handboltanum? koss og knús Mamma

Mamma,amma, langamma (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég var að kíkja á myndaalbúmið þitt, og sá myndir frá Zarepta.

Ég var þar á sumrin í sumarbúðum sem gutti.

Jens Sigurjónsson, 9.9.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband