Leita í fréttum mbl.is

Bráðræðisgolf í Færeyjum

Verð að segja ykkur frá því þegar það greip um okkur hjónin og Finn bráðræðisgolf. Veit eiginlega ekki hvað á að kalla það annað, en við vorum búin að vera að ræða það að við þyrftum aðeins að ná að sveifla kylfu áður en við hjónin færum í golfhelgarferð til Danmerkur. Nú nú, þetta var aldrei neitt meira en rætt og auðvitað horft á brekkurnar hér allt í kring sem verið var að slá og heyja alveg á fullu. Við yrðum örugglega ekki vel séð að fara inná og spæna upp grassvörfinn.

Nema hvað að daginn sem Snorri Steinn skoraði úr vítakastinu á móti Dönum og mamma varð íslandsmeistari í golfi, þá var ekki lengur til setunnar boðið og við rukum af stað með 5 bolta hvert og tvær kylfur, algjörlega í skýjunum yfir árangri strákanna okkar og ekki síst mömmu sem rúllaði upp sínum flokki. Við keyrðum sem leið lá yfir í hlíðina hinumegin við voginn, fórum nógu langt til að vera ekki inná neinu afgirtu túni heldur bara út í móa og nánast fram á klettabrún. Svo var ákveðinn upphafspunktur, sem var þá "teigurinn" og "holan" sem var stór steinn sem við sáum upp í hlíðinni. Það var fyrsta holan, reyndar var það nóg að hitta steininn eða að boltinn myndi stöðvast innan einnarkylfulengdar frá steininum. Þetta gekk alveg ótrúlega vel og við hjónin náðum að lenda við steininn eftir nokkur högg og Finnur skaut beint í hann og boltinn flaug svo langt til baka, en það var "oní". Svo var valinn næsti "teigur" og holan ákveðin, það var að vísu ekki alveg ljóst á hvaða stein af þeim þremur sem við stefndum að á "annarri holu" en það varð skýrara eftir því sem við komum nær steinunum. Svo voru það þústirnar þrjár sem var þriðja holan og síðasta holan var svo lengst ofan úr hlíðinni og niður að stóra steininum sem við notuðum sem fyrstu holu. Það var þvílíkur tiger teigur og um að gera að ná boltunum nógu hátt og nokkurn veginn í áttina að steininum. Maður horfði yfir Miðvog og Sandavog, með þvílíkt útsýni alla leið út á flugvöll. En niðurferðin og löngu dræfin urðu til þess að það töpuðust boltar og sólin var um það bil að setjast á bak við flugvöllinn. En þetta var alvega rosalega gaman og hressandi...... Og vitið þið hver vann, nema hvað undirrituð. Ég týndi nefnilega engum bolta. Uppá það var spilað.

Svo golfarar nær og fjær, ef þið viljið koma í áhættugolf, þá erum við komin með skipulagið og ekki vantar svæðin til að rölta á eftir kúlunni, með undraverðu útsýni.

Guð blessi ykkur nær og fjær.

p.s. Myndirnar úr golfinu eru komnar inná almbúmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman og sniðugt!!

Til hamingju með mömmu þína! Frábært!

alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:38

2 identicon

þetta er náttúrulega bilað gólfstæði. ég verð nú bara lofthrædd að spila þarna , ég held að við gætum loksins sigrað mömmu á þessum velli , hún er svo lofthrædd að hún næði ekki einbeitningu  hehe .

laufey systir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband