Leita í fréttum mbl.is

Sjarmörinn hann Bogi á mjólkurbílnum

Já, verð að koma þessari frá mér einni og sér. Þannig var það að þegar við Finnbogi vorum að smíða íbúðina þá fórum við oftar en ekki saman í vinnugöllunum í brugsen (FK) og Bónus. Ég náttúrulega á hvítan málningarsmekkbuxur og svo bláan og appelsínugulan smíðagalla, sem ég fór í til skiptis, svona til að halda einhverri reisn með útlitið. Ójá og derhúfu á hausnum til að halda hárinu í skefjun. Eða eins og Inga svilkona orðaði það svo flott, a bad hairday. Finnbogi aftur á móti á ekki nema einn bláan galla og hann er nú aldeilis búinn að endast og slitinn eftir því. Hér voru fastir kaffitímar og matartímar, allt eftir samningunum og við reyndum að halda uppi vinnustaðahúmornum eftir bestu getu. Það tók nú stundum í að halda í við Finnboga og hans vinnustaðahúmor. (Eitt skiptið hringdi ég í Gunnu í Fjölsmiðjunni og grátbað hana að taka hann aftur því ég væri að verða gráhærð. haha.) En við skemmtum okkur nú yfirleitt konunglega þegar við vorum með Útvarp Færeyja á og alla óskalagaþættina. Þar lærðum við helling í færeyskunni, sérstaklega um þakklæti fyrir allt mögulegt. Skora á ykkur að fara inná uf.fo og hlusta Tit skriva, vit spæla og Tónatíminn. Ég neita heldur ekki fyrir það að stundum var nú hiti í okkur og sérstaklega þegar krafta þurfti til, þá varð nú Sjónarhólsskapinu beitt og hlutirnir kláraðir á þrjóskunni einni saman. Já, maður getur hlegið núna, en ég hló ekki þá. K.Finnbogason vs Bjössi á Sjónarhól og Laufey í Grjótó, þvílík hjón. LOL. En nú sit ég í þessari líka yndislegri íbúð og Finnbogi minn kominn í fasta vinnu. Farinn að keyra flutningabíl útí Sandey þrjá daga í viku og tvo daga á lagernum, aðallega í að pakka mjólk. Fyrirtækið er PM, sama fyrirtæki og Finnur vinnur hjá. Held að hann verði sko ekki bara sjarmör í Vágey, heldur líka í Sandey, ef ég þekki hann rétt.

Drög að baðinnréttinguSem minnir mig á það sem ég ætlaði nú aðallega að skrifa um, þ.e. sjarmörinn hann Finnboga. Það var þannig að einn morguninn, þá fór hann einn í brugsen, ég var í miðri málningu eða eitthvað, svo hann dreif sig að kaupa inn með morgunkaffinu. Það byrjaði alltaf kl. 10.00 á staðartíma. Nema hvað hann þurfti að bregða sér á salernið (reyni að orða þetta eins pent og ég get Rúnu vegna) áður en hann fór af stað. Daginn eftir þá fór ég eftir Aroni Hans til dagmömmunar sem hann var hjá. Hún er stórgerð kona og alveg meiriháttar hress, enda gömul handboltakempa. Við vorum búnar að hittast tvisvar áður og aðeins að spjalla. Hún spyr mig svo með sínu breiða brosi, hvort að það geti ekki verið að hún hafi hitt manninn minn í brugsinu daginn áður, ég var nú ekki alveg viss um það þá hvað það þýddi og dró eitthvað svarið. Þá sagðist hún hafa hitt þennan líka fitta (sem þýðir að maður er heillandi, góður, fallegur oþh.) íslending í búðinni. Hann hafi verið á eftir sér við kassann og hún hafi eitthvað verið að vandræðast með innkaupapokana. Þá hefði þessi sjarmör spurt hana hvort að hana vantaði aðstoð og brosað svo yndislega til sín. Svo var hún eitt spurningarmerki og ég að reyna að átta mig á öllu sem hún sagði. Svo sagði hún: Hann var stór og svo myndarlegur". Ég eins og auli ábyggilega í framan að melta færeyskuna, ekki misskilja mig að ég veit manna best hvað hann Finnbogi er stór og myndarlegur, en eitthvað fannst henni ég vera óviss. Getur það ekki passað spurði hún?? ja jú, örugglega" hikstaði ég. Það hlaut bara að vera, það eru nú ekki svo margir íslendingar hér, amk. ekki sem hún þekkti ekki til og hún og allar dagmömmurnar eru sko með hlutina á hreinu skal ég segja ykkur. Svo klikkti hún út með því sem ég taldi að geðri útslagið um að þarna hefði Finnbogi ekki verið að ferð. Hann lyktaði svo vel af perfume. Ónei, það gat nú ekki verið hann Finnbogi minn. Í grútskítugum vinnugallanum, lyktaði frekar af málningu, timbri og svita, frekar en af parfume. Hann leggur það nú ekki í vana sinn þessi elska að spreyja á sig lykt áður en hann fer í brugsið. Svo ég aftók það með öllu að þetta hafi verið maðurinn minn. Og með það kvaddi ég og fór með ömmudrenginn heim. Ég spurði svo Finnboga um það hvort að hann hafi aðstoðað stórvaxna konu í brugsinu deginum áður, jú það gat passað, það hafði verið hann, hún hafi einmitt verið dáltið fljótfær og hávær, en kát var hún og fór mikinn. Ég sagði honum þá frá samtali mínu við hana og spurði hann svo útí ilminn. Hann varð eitt spurningarmerki og við hlógum ógurlega, hvaða lykt skyldi hún meta jafna að verðleikum og parfume?? Það var okkur báðum dulið.

En það skýrðist auðvitað svo strax daginn eftir, þegar Finnbogi minn þurfti að bregða sér á salernið, sem er mjög hollt og gott og nauðsynlegt að sé í lagi. Ganga örna sinna eins og sumir segja. Hann kom til mín blaðskellandi og hló við. Ég var náttúturulega dáldið hissa, en brosti á móti og samgladdist honum, því ég gat séð að honum var mikið létt eftir veru sína á salerninu. En þá kom það, hann hafði leyst gátuna með ilminn. Já það er ekki fyrir neitt að sagt er að maður fari og tefli við páfann þegar menn þurfa að hægja sér. Lausn gátunnar var nefnilega að finna á salerninu, eða vesinu eins og það heitir á færeysku. Þannig var að ég ákvað mjög fljótlega eftir að við vorum búin að koma upp salernisaðstöðu hér á neðri hæðinni, að kaupa lyktarsprey sem maður festir á vegginn og getur svo úðað úr eftir taflið. Svona til að létta á andrúmsloftinu, þar sem vesið er inní miðri íbúð og enginn gluggi á til að hleypa út loftinu. Hann hafði sumsé eftir setu sína, samviskusamlega notað úðann en ekki farist betur úr hendi en það að það úðaðist yfir hann sjálfann. Já, er ekki lífið dásamlegt og fullt af litlum óhöppum sem eru svo tækifæri til hláturs og gleði um ókomna tíð.

Auðvitað varð ég að leiðrétta mig svo við dagmömmuna daginn eftir, þegar ég náði aftur í ömmudrenginn, um að sjálfsögðu hefði þetta verið minn eigin fitti, vellyktandi maður sem hefði verið svona almennilegur við hana í búðinni, ég meina þannig er hann innréttaður drengurinn. Hún var þá stödd ásamt fleirri dagmömmun í spælastofunni, það er lítið dagheimili sem þær hafa aðgang að og fara einu sinni til tvisvar í viku með öll börnin. Eins og áður hefur verið lýst, þá er hún ekki að skafa af hlutunum og þegar ég var rétt búin að segja við hana að þetta hafi verið maðurinn minn, þá endurtók hún allt saman fyrir þær dagmömmur sem þarna voru um fitta, íslenska sjarmörinn sem hefði aðstoðað hana svo mikill herramaður og undirstrikaði með ítölskum tilþrifum, saug upp í nefið af áfergju, um leið og hún sagði hátt: Hann lugtaði svvooo vel af parfume...... Mér varð eiginlega allri lokið en hélt bara brosinu og kvaddi. Ég kem aldrei til með að segja henni frá "nýja" ilminum hans Finnboga. Enda maðurinn þekktur fyrir riddaraskap og góða lykt.

Guð blessi ykkur öll nær og fjær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Haha  Takk fyrir þessa skemmtilegu frásögn Sólveig....ekki veitir okkur af

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:47

2 identicon

Ég sakna ykkar.....

Kolla frænka (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:36

3 Smámynd: Þorleifur Magnús Magnússon. ( Brói )

æ hvað þetta er dásamlega saga solla...

Hann ber af öðrum mönnu, han Bogi frá Vogi

með brosið góða og perfúmið sitt

þær nefna hann gjarnan með nasa sogi

og nefna það allar hvað hann er Fitt

ástarkveðja úr Óðinsvéum.

Þorleifur Magnús Magnússon. ( Brói ), 26.1.2009 kl. 22:12

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sólveig,

Þessi saga er engu lík. Enda eigið þið hjónin það sameiginlegt að geta séð það skemmtilega í lífinu

Anna Kristinsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:22

5 identicon

OMG hvað þetta er góð saga , þú ert sniðugur penni,, áfram áfram,  einn daginn þá gefur þú út bók og hana nú  knús og koss elsku systir

Laufey systir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband