Leita í fréttum mbl.is

Jólakortamyndataka...

Má til með að setja inn nokkrar myndir af þeim hundrað sem teknar voru til að gera jólakortamyndir. Við Guðrun tengdadóttir mín, héldum nú að við gætum gert þetta sjálfar. Ég með þessa líka fínu myndavél, sem ég er allt of lin við að nota að staðaldri, en fer svo hamförum þegar ég loksins man eftir henni. Börnin strokin og fín og bakgrunnurinn í jólaþema. En það var nú ekki alveg svo einfalt, börn eru jú bara börn. Við vorum sveittar og þreyttar eftir að hafa gert heiðarlega tilraun fá amk. eina góða, en allt kom fyrir ekki. Finnur kom svo heim um kvöldið og þá voru börnin enn á ný færð í jólafötin og tilraun tvö gerð. Og það gekk, ein mynd varð brúkleg.

Guð blessi ykkur nær og fjær

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru fínustu "Grjótó"tryppi af bestu gerð....    Sitja helst ekki kyrr og hafa gaman af því að vera til.   Gott að sjá að ykkur líður vel öllum og eruð að aðlagast lífinu í Færeyjum.  Hafið það gott og gleðilegt ár.

Kolla

Kolla frænka (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:58

2 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Takk elsku frænka og sömuleiðis gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu árin. Frábært að frétta af þér á grjótósíðunni.

Knús og kossar til ykkar allra í Noregi.

Sólveig Birgisdóttir, 10.1.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband