Leita í fréttum mbl.is

"Unga" stúlkan og eldhúsið

Er komin í vinnu - að vísu sjálfboðavinnu í viku og það í eldhúsi. Nema hvað, fór í kaffi á Zarepta sem eru sumarbúðir svipað og Kaldársel, hitti Jón í Skemmunni sem er forstöðumaðurinn og réði mig í sjálfboðavinnu í viku. Byrja á sunnudaginn. Verð í eldhúsinu og Jóhann Júlíus kemur með mér. Við munum búa á staðnum, í herbergi með annarri konu sem er með 10 ára dreng. Þetta verður bara gaman og gott fyrir okkur að æfa okkur í færeyskunni og Jóhann Júlíus hefur þá einhvern til að leika við. Að vísu verða þarna unglingar vikuna sem við verðum þarna, 16 - 17 ára, en það verður bara meira fjör. http://zarepta.fo

Við JJ vorum þarna í fyrrasumar í eina viku með Finni og fjölsk. Þá var fjölskylduvika. Þetta er meiriháttar starfssemi sem fer þarna fram og byggir upp fjölskyldur, unga foreldra og svo auðvitað unga fólkið og börnin. Maður er vakinn með harmonikkuspili og söng, hefur sitt borð í matsalnum og syngur takk fyrir matinn og allt það. Fyrirlestrar og mikill söngur kvölds og morgna. Allt byggt á kristilegum grunni. Hlakka bara til.

Nú sit ég í eldhúsinu í Miðvági og bíð eftir að súrdeigsbrauðið verði fullbakað, veit ekki hvort að það verði tannbrotsbrauð eins og hitt sem ég bakaði um daginn. Grin JJ tók bita af því, hrikalega gott að sjálfsögðu, en losaði svo gjörsamlega um eina barnatönnina að hann gat tekið hana úr nokkrum klukkutímum seinna. Færeyski tannálfur greiddi heilar 50 dkr fyrir hana. Er semsagt í því að finna hina fullkomnu uppskrift af hollustubrauði án hveitis, sykurs og gers.

Við JJ tókum okkur til í gær og sorteruðum flöskur og dósir, ekki einfalt skal ég segja ykkur, því að áfengissalan (rússdrekkasölan) tekur til baka umbúðir af því sem hún selur, bæði gler og dósir, og svo verslanirnar það sem þær selja. Þannig að við þurfum að fara á eina fjóra staði til að skila af okkur dósum og flöskum.  Nema hvað að í rússdrekkasölunni hér í Miðvági hitti ég fyrir afskaplega hjálplegan mann sem tók við því sem honum bar og spurði svo hvort að ég væri mamma hans Finns. Jú, jú. Hann sjálfur væri í stjórn íþróttafélagsins hér í Miðvági og þar væri iðkaður handbolti og þá vantaði svo þjálfara, hvort að ég væri ekki til í að taka það að mér. Finnur hefði bent á mig þegar þeir leituðu til hans. Þetta væri frá sept. - mars. ca. 10 tímar á viku. Happy Hann ætlar að heimsækja mig og Finn og fara betur yfir þetta. Já maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Allavegana verðum við ekki verkefnalaus hjónin, svo mikið er víst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Færeyingar.  Gaman að sjá bloggið frá ykkur, gangi ykkur allt í haginn og leyfið okkur að fylgjast með ykkur og mannlífinu í Færeyjum. Finnbogi frændi og co

Finnbogi Pálsson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:57

2 identicon

Sæl Solla mín og Jóhann  Júlíus. Gaman að lesa bloggið og gott að fá fréttir af ykkur og fá að fylgjast með hvernig gengur að aðlagast færeyska lífinu.  Góða skemmtun í sumarbúðunum, allt gott að frétta úr Suðurholtinu. Kveðja Ingibjörg mágkona og strákarnir

Ingibjorg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 18:34

3 identicon

Sæl verið þið öll

Gaman að geta fylgst með ykkur í gegnum bloggið.

Kær kveðja til ykkar frá Florida.

Jóhann, Kristín og Eyja (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:32

4 identicon

Heil og sæl

Ég sé núna hver hefur skriftargáfu ykkar hjóna. Við hugsum vel um kallinn. Það er afar gaman að lesa bloggið og áhugavert að sjá að heimurinn er ekki hafnfirskur.

kv

Geir

Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband