Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um blog

Þegar ég var að vafra um blog.is og sá að blogið mitt var þarna mitt á meðal hæstvirtra blogara landsins áttaði ég mig fyrst á því hversu berskjaldaður maður er þegar maður er að bloga. Var í raun bara að setja upp blogsíðu fyrir ættingja og vini til að geta fylgst með fréttum handan við hafið og hvernig við spjörum okkur hér í útlandinu. Er búin að vera að velta þessu fyrir mér í dag og veit ekki hvort að þetta sé rétti staðurinn að setja inn fréttir af okkur. Þetta er svona meira hugleiðingar dagbók. Eins og þessi sem Gulla hans Bróa gaf mér og sagði mér að ég skyldi skrifa niður hinar ýmsu hugleiðingar, en þær hugleiðingar eru meira fyrir mig eina að sjá og Guð sem allt veit. En blog er líka ágætis hugleiðingardagbók en þá þannig að það eru hugleiðingar sem ég vil gjarnan deila með öðrum. Sbr. þessi hugleiðing mín um blogið. Ég er ekki mikið fyrir það að lesa fréttir og hef ekki verið mikið að lesa blog annarra. Ekki einu sinni hennar Önnu mágkonu minnar sem ég met mikils og þegar ég les pistlana hennar gefa þeir alltaf eitthvað af sér.

Ég þarf kannski ekki að hafa svo miklar áhyggjur af því hver les blogið því sjálfsagt eru flestir uppteknir af sínu, þannig að þeir sem vilja við mig kannast og fylgjast með, þeir skoða blogið. Aðrir ekki. Held áfram að melta þetta með sjálfri mér og súrdeginu sem er nú á síðustu metrunum og sker úr um hvort að það sé líf í því eða hvort að gerillinn hafi gefist upp. Nú er nefnilega allt komið í deigið og 10 - 14 tíma hefing að hefjast, næstsíðasta hefingin og svo "vola". Það verður spennandi að vakna í fyrramálið. Hef mestar áhyggjur af því að það verði svo mikið líf að það leki út af borðinu, breytist í deigskrímslið ógurlega og éti allt sem að kjafti kemur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og til hamingju Færeyjar því þú býrð þar.  Gaman að lesa bloggið af hverju skrifarðu blog en ekki blogg? ´

Sérðu þetta ekki sem óplægðan akur þarna? Það er ýmislegt hægt að gera sem stúlka í Færeyjum.  Maður þarf bara að muna að anda inn...... og anda út......þá verður þetta allt í lagi. Hitti pabba þinn í Borgarnesi, hann var að þvo bílinn á meðan mamma þín var að golfast. Alltaf gaman að hitta hann.  Skilaður kveðju til Færeyja.  Kv.Laufey frænka

Laufey frænka (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:08

2 identicon

Hæ frænka - já auðvitað á þetta að vera blogg. Ég var bara svo upptekin af því að þetta heitir blog.is og var að vanda mig alveg svakalega. Svona getur maður verið einbeittur.

Jú Færeyjar eru óplægður akur að mörgu leiti. Var einmitt að útskýra fyrir syni mínum eldri af hverju ég væri hér. Til að fá konur og menn til að akta í meira jafnvægi. Í beinu framhaldi af því að ég var að líkja honum við afa sinn og benti honum á að hann væri tveimur kynslóðum yngri.

Og svo auðvitað undirstrikaði ég það með því að upplýsa hann um að ég hafi siglt úr höfn 19 júní á sjálfan kvennréttindadaginn. Hann kom með yfirlýsingu um íslenskt kvennfólk sem ég mun ekki hafa eftir og langamma hans hefði snúið upp á eyrun á honum hef hún hefði náð til hans. Hmm ég hef alið af mér karlrembu.

Sólveig (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband