Leita í fréttum mbl.is

Súrdeig, Dáin og auðlindir Íslands

Sem heimavinnandi húsmóðir í fyrsta sinn síðan 1979 þá ber mér að halda uppi merki þessara hetjukvenna sem hafa tekið að sér mikilvægastu atvinnugrein heims, þ.e. að ala önn fyrir börnum sínum og maka. Undirstaða hvers þjóðfélags og nú er ég ekki að grínast, er heimilið, hornsteinn samfélagsins og börnin sem okkur hefur verið falin, framtíð þjóðanna. Þetta er nú samt einhvernveginn ekki það sem byggt er undir né hvatt til af samfélaginu og þykir ekki nógu gott. Fólk hefur hreinilega ekki nægar tekjur til að einn geti verið fyrirvinna heimilisins. Þar er ég engin undantekning enda unnið úti frá því að eldri sonur minn varð eins árs og hef varla stoppað síðan. Helst verið í 2 - 3 vinnum. En það var nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um, heldur súrdeigið sem ég er að gera. Sem fær mig til að velta upp ritningunni þar sem Jesú varar okkur við súrdeigi faríseana? Hef svosem ekki velt því mikið fyrir mér en nú þegar ég sit hér og horfi á skálarnar á borðinu og reyni að setja mig inní ferlið, get ég ekki annað en velt þessu upp. Að gera súrdeigsbrauð tekur nokkra daga nefnilega en ég geri ráð fyrir að súrdeigsbrauðin hafi, og verði vonandi hjá mér, betra heldur en ósúrt brauð. Var Jesú því að vara okkur við því að taka við einhverju gómsætu úr hendi þeirra sem vilja afvegaleiða okkur, kaupa okkur á sitt band með gómsætu brauði. Og enn í dag er þetta notað, börn og fullorðnir eru ginnt út í allskyns ólifnað með beitu af einhverju gómsætu eða loforði um slíkt. En hvað höfum við foreldrarnir ekki gert í gegnum tíðina, ef þú verður góður, klárar matinn þinn, bíður stilltur í bílnum skal ég gefa þér ís, nammi, færð eftirrétt osfrv. Ekki að það er rangt, en fær mann til að hugsa um að kannski er þetta svona einfalt fyrir þá sem eru með illt í huga að ginna börn sem vita að ef þau klára saltfiskinn, sem þeim finnst vondur, fá þau eitthvað gott á eftir?? Þetta þarf ég að melta aðeins betur.

Fór í Dáin í gær með húsbóndanum á heimilinu, Finni. Það er gróðrarstöð og blómabúð í Sandavági sem er næsta sveitafélag. Ákváðum í sameiningu að gera upp eina beðið sem er í litlu sólarskoti hér fyrir utan húsið. Ég fór að róta í beðinu með barnaskólfu að vopni, þar sem engin garðverkfæri eru til á heimilinu, og reif upp njóla og arfa sem voru í meirihluta. Ásamt því sem kallað er Grátt undir steini. Það eru pöddur, líkastar kakkalökkum af því sem ég hef séð, nema þær eru gráar og það er nóg af þeim hér. Var ekki alveg að gera sig hjá frúnni, svo að Finnur fékk lánaða skóflu hjá nágrannanum og hjólbörur og mokaði uppúr beðinu, tókum reyndar þjár plöntur sem við töldum að yrðu vænlegar til brúks í beðinu, settum nýja mold í og frúin tók sig svo til að planta. Stúlkan í Dáin, greinilega mikil garðyrkjubóndi, ráðlagði okkur heilt eftir því sem hún gat eftir lýsingum okkar um beðið og heimilsmeðlimi. Þarf að taka tillit til þess að börnin geta verið aðgangshorð við beðið og að sjálfsögðu dottið í hug að smakka á þessum fallegu jurtum. Fengum dverggullsóp, sem hún kallaði nú eitthvað annað, en við urðum sammála um að þetta væri plantan, tvær aðrar plöntur sem ég kann ekki skil á en líkjast helst birkikvisti, eru þar samt ekki, hann var þarna líka til, og svo sítrónutimían og mintufjallagrasi. Komin vísir að kryddjurtagarði. Wink

Svo er það vatnið. Íslendingar á Íslandi, drekkið vatn og mikið af því á meðan þið hafið besta vatn í heimi og að því sem ég best trúi, endalaust af því. Hér kaupi ég íslenskt vatn á flöskum. Hér þarf að sjóða vatn til drykkjar. Ótrúlegt en satt. Einn daginn varð það mórautt af ryði held ég frekar en mold og var ekki hægt að sjóða það einu sinni. En maðurinn minn sem getur allt, kann allt og veit allt kemur og reddar þessu. Því trúi ég staðfastlega og tek þessu því með stóískri ró á meðan. Jafn mikilli ró og að gera súrdeigið. Á meðan get ég ekki annað en þakkað Guði fyrir allt það góða sem ég hef og hef átt.

Og heita vatnið, njótið þess að fara í langa sturtu, hér er ekkert heitt vatn úr jörðu og olíukynndingar í húsum og verðið á uppleið hér eins og annarsstaðar í heiminum. Við bruðlum ekki með heita vatnið hér, þetta er bara eins og á Reykjavíkurveginum í gamla daga. Gott að ég hlustaði á Geir forsetisráðherra á 17 júní, við eigum jú að draga aðeins úr neyslunni. Það geri ég svo sannarlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband