Leita í fréttum mbl.is

Vinna og að vinna...

Já það er ekki það sama að vinna og að vinna, en nú gerðist það gleðilega að ég fékk vinnu og Finnur vann bikarmeistaratitil. Frúin er sumsé ekki lengur heimavinnandi húsmóðir á daginn, heldur orðin starfsstúlka hjá Tryggingafélagi Færeyja hér í vestri. Nánar tiltekið í Sandavági sem er næsta þorp sunnan við okkur. Bæjarmörkin eru reyndar hér ofar í götunni, en það tekur mig samt um 10 mín. að skokka í vinnuna, allt eiginlega niðurí móti. Byrjaði fyrstu 2 dagana að hjóla en þá fór að snjóa og hefur snjóað síðan, nú þá fer maður bara á tveimur jafnfljótum.

Skrifstofan sem ég starfa á er landsbyggðarútibú og erum við þrjár "stúlkur" sem þar vinna. Ég er sú eina sem er í 100% starfi, hinar 50% og 70% held ég, er ekki alveg búin að ná þessu enn. Allavegana þá verð ég ekki skilin eftir einsömul fyrstu vikurnar. Það var tekið mjög vel á móti mér og eftir að hafa verið sjálf þeim megin við borðið að taka á móti nýju fólki, þá fannst mér þau standa sig mjög vel. Fyrsta morguninn, þá kom yfirmaður okkar frá Þórshöfn og þá var búið að kaupa rúnnstykki og pekanthnetuvínarbrauð með kaffinu. Mér var færður blómvöndur og kort frá starfsmannastjóranum. Nú svo var tölvan sem ég fékk eitthvað sein á sér og því var sendur maður beint vestur, já já, strax fyrsta daginn og hann kominn á fjórar fætur undir borð hjá mér. Ný mús, nýtt lyklaborð og ný tölva, þvílíkur lúxus. Reyndar er hún ekki alveg sú fljótasta, en riggar vel, eins og þeir segja hér. Búið að setja upp öll kerfi og senda mér aðgangskóda þar sem við átti. Drengurinn úr tölvudeildinni, var hinn ljúfasti og var mér nú hugsað til vina minna í tölvudeild VÍS, skyldu þau nú ekki sakna mín...... haha. Brasið og masið, ég verð nú að segja sjálfri mér til hróss að ég sat algjörlega á mér að atast ekki í drengnum þar sem hann skreið undir borðið, en hló því meira innra með mér...ekki eins lipur og Stína og Binni, en samviskusamur var hann og allt gekk það upp hjá honum. Svo kom dagur tvö, þá komu Abot og Castello, eða kannski frekar Einar Kristján og Kalli, nema hvað þessir voru í vinnugöllum frá TR. Þeir voru að flytja borð á milli, svo að ég fengi upphækkanlegt borð eins og þær hinar á skrifstofunni. Enn á ný þá sat ég á mínum ráðskonurassi, amk. um hvernig ætti að snúa borðinu til að koma því á milli herbergja, hvað þyrfti að skrúfa í sundur og þess háttar. Þær "stúlkurnar" voru alveg fullfærar um að segja þeim til. Ég hefði ekki boðið í Einar Kristján undir þessum "tilmælum" þeirra. haha, þvílíkt bíó. En ég tók allt úr sambandi, símana, tölvurnar og prentarann og að sjálfsögðu setti saman aftur. Ég er nefnilega svo vel upp alin hjá VÍS. En þetta er nú ekki búið enn, því að sama dag komu líka tveir skoðunarmenn, reyndar í sitt hvoru lagi. Annar stoppaði lengi og fékk kaffi og meðlæti en hinn bara til að kíkja á nýju stúlkuna. Þær hlóu mikið hér á skrifstofunni, sögðu að allir kæmu þeir bara til að skoða mig, nýju stúlkuna. Þetta hefur gengið vel þessa fyrstu viku mína í tryggingunum, sit og les, færeyska skilmála, verkefni úr tryggingskólanum hér, það er allt á dönsku takk fyrir og hræri svo í tölvukerfunum eins og mér einni er lagið. Enginn hefur hringt eða sent mér skammarbréf....enn. En maður verður nú að læra á þetta allt saman, og eins og ég hef alltaf sagt, maður lærir best á því að prufa sig áfram sjálfur, tala nú ekki um ef maður gerir nú einhverja vitleysu. Svo henti ég mér í djúpu laugina í gær og svaraði símanum, alveg tvisvar sinnum. haha. Það gekk bara alveg ágætlega, er alveg að ná málinu. Svo á að senda mig á sölunámskeið í enda mánaðarins, auðvitað er kennarinn dani, svo ég kvíði dáltið fyrir því. Fékk undirbúningstest í dag í tölvutæku og á að svara því, sem er á dönsku. ÓMG. Men vi islendinger vi have studeret danskt i skule, ikke?? Já já, ég ber svo bara fyrir mig að ég hafi verið misskilinn og allt slitið úr samhengi, ef ég fell á námskeiðinu.

Helgin síðast var góð, hvað varðar að VINNA. Finnur og liðið hans Neistinn, urðu bikarmeistarar eftir þvílíkan dramatískan endi, eins dramatíkst og hægt er í handbolta. 15 sek. eftir..jafnt. Neistinn fær fríkast og stillt upp, Finnur skýtur og skorar. Kyndill, hitt liðið, kemst í sókn, dæmt VÍTI, 5 sek.eftir. Elsti og reyndasti markmaðurinn biður um að fara inná, ekki spilað allan leikinn, ver vítið og þeir sigra. Það varð allt galið í höllinni, þvílík stemmning. Svo á sunnudeginum þá fengum við skilaboð að Ágúst hennar Laufeyjar hefði orðið bikarmeistari með FH í sínum flokki og stelpurnar sem ég hef verið að hjálpa til með að þjálfa komust í bikarúrslitin, en töpuðu sínum leik með einu marki. Það var nú samt slegið upp móttöku fyrir þær þegar þær komu vestur, enda góður árangur hjá þeim að komast í lokaúrslit.

Já það má segja að við vinnum og Vinnum þessa dagana. Reyndar segja færeyingarnir hér að við íslendingarnir arbeiðum ekki fyrir laununum okkar, heldur vinnum við þau bara. Wink

Guð blessi ykkur nær og fjær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegur pistill....og jú ég þekki Einar Kristján.  Til hamingju með vinnuna og sigrana

Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 00:47

2 identicon

Sæl elskurnar mínar, alltaf er nú jafn hressandi að lesa pistlana þína! Það þarf víst ekki að efast um hvað verður á borðum um helgina hjá ykkur! Við erum að fara austur í Reykjaskóg á morgun í sumarbústað, verðum bara tvö svo það verður sennilega nóg í matinn hjá okkur jafnvel þó að við verðum veðurteppt í nokkra daga!! Laufey og co ætluðu að koma , en það er svo mikið að gera hjá börnunum í íþróttunum að þau hafa ekki tíma og eins er hjá Magnúsar drengjum!Gangi ykkur vel um helgina,hreyrumst , knús og kossar Mamma

Inga Magg (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:25

3 identicon

Hæ Sólveig og Til lukku með vinnuna og vinningin Hjá stráksa. þú tæklar þetta það er engin spurning. Gangi þér áfram vel

Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólveig Birgisdóttir
Sólveig Birgisdóttir

Fann gamla bloggið mitt og ákvað að hripa eitthvað inn. Verður framhald..... Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband